Sýnishorna- og lagersala

Eftir Verslun As We Grow  •   1 mínútna lestur

Sýnishorna- og lagersala
KÆRU VINIR
VELKOMIN Á SÝNISHORNA- OG LAGERSÖLU
AS WE GROW
.
KLAPPARSTÍG 29
101 REYKJAVÍK
.
FÖSTUDAGINN 12:00 - 18:00
LAUGARDAGINN 12:00 - 17:00
.
VINIR AS WE GROW ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR FRÁ KL. 11:00 ❤️
 


 
Um er að ræða sölu á barnafötum/eldri sýnishornum á bilinu 2000kr - 6000kr og síðustu eintökum af völdum fullorðinsvörum úr fjársjóðskistu AS WE GROW.

Fataiðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður í heiminum, en um 60% af öllum fatnaði endar í brennslu eða landfyllingu innan við ár frá því að hann er framleiddur.

Til að sporna gegn fatasóun höfum við endrum og eins verið með svokallaða sýnishorna- og lagersölu🌱


Heimspeki As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvara á tímum ofgnóttar. Við leitumst við að hanna hágæða flíkur sem endast. Fatnað úr náttúrulegum hráefnum sem geta gengið barna á milli og kynslóða á milli. Við hvetjum fólk til þess að kaupa færri flíkur en vandaðri. Fara vel með neysluvörur og þar með umhverfið, enda velferð jarðar samofin velferð þeirra sem á jörðinni búa.

Fyrri Næsta