Awarded Icelandic Design Made of Natural Materials ~ Free Shipping for orders from 180 usd 

Holiday 2024 Collection

(31 products)

Við höfum sett saman litla hátíðarlínu fyrir öll ykkar hátíðlegu tækifæri þetta árið.

Línan er hönnuð með lífleg börn í huga og er hún jöfnum hlutum tímalaus, stílhrein og þægileg með vísun í gamla tíma að hætti As We Grow.

Efnin sem við veljum eru burstuð og áferðarfalleg bómullarefni í mjúkum tónum, bæði einlit og köflótt og einstaklega fallegt og mjúkt flauelisefni úr 100% bómull. Fullkomin til að bæta við hlýjar peysur og hnésokka eða síðar meir ullarleggings og nota áfram framyfir hátíðirnar. 

Það er ósk okkar að flíkurnar verði notaðar, elskaðar og síðar að þær getið gengið á milli barna.

View as