TÍMALAUS ÍSLENSK HÖNNUN | SENDUM FALLEGAR GJAFIR UM ALLT LAND

Efnin okkar

 

 

 

 

 

ALPACA ULLIN 

Silkimjúk Alpaca ullin er einstaklega góð fyrir viðkvæma húð og umhverfi. Náttúruleg heimkynni Alpaca dýrsins er í yfir 4000 metra hæð yfir sjávarmáli. Heitir dagar og kaldar nætur hafa orðið til þess að dýrið hefur þróað ull gædda einstökum hitatemprandi eiginleikum, sem verndar samtímis gegn kulda og hita. Ullin er sjálfhreinsandi af náttúrunnar hendi og því nægir oftast að viðra fötin og minnka þannig notkun þvottaefna. 

MERINO OG HÁLENDIS ULLIN sjálfbær og hitastýrandi með þykka og sterka þræði. Merino ullin er náttúrulega bakteríudrepandi og með einstaklega mikla mótstöðu gegn lykt af völdum hita eða svita. Ullin er mjög blettaþolin og endist lengi. 

PIMA BÓMULL

Einkenni Pima bómullarinnar er hinn langi og mjúki þráður sem gefur framúrskarandi mýkt og endingu. Hún þykir henta vel þeim sem eru með viðkvæma húð og er talin flestum öðrum afbrigðum bómullar fremri að gæðum.

LÍFRÆN BÓMULL

Lífræn bómull er náttúrulegt og umhverfisvænt hráefni. Munurinn á hefðbundinni bómull og lífrænni er sá að sú síðarnefnda er ræktuð í stöðugu vistkerfi. Lífrænn áburður er notaður í jarðveginn sem gefur af sér heilbrigðar plöntur sem draga færri skaðvalda að sér. Í stað þess að nota skorðdýra- eða plöntueitur reita bændurnir arfa, veiða skordýr, rækta í skorpum og nota hagstæðar hliðarplöntur líkt og korn, til að laða að hagstæð skordýr og halda öðrum fjarri. 

HÖR

Hör er búið til úr náttúrulegum þráðum sem notaðir hafa verið í klæði í árhundruð vegna einstakra eiginleika efnisins. Með notkun mýkist efnið og endingin er einstaklega góð sem gerir það að verkum að það getur enst í áratugi með réttri umhirðu. Hör brotnar einnig niður í náttúrunni sem gerir efnið að góðum valkosti fyrir þá sem vilja stuðla að verndun umhverfisins.