Opið laugardag 12-17 og sunnudag 13-17 í verslun okkar Hafnarstræti 19 | Komdu í vinahóp As We Grow og fáðu 10% af fyrstu kaupum🌿

Hvaða reglur gilda um vöruskipti og skil?

Vörur keyptar í verslun

  • Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að skila henni, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum.
  • Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru eða fá inneignarnótu.
  • Kvittun eða pöntunarnúmer fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með, eða önnur sönnun þess að varan hafi verið keypt innan við 14 dögum áður. Ef varan er með skiptimiða gildir dagsetningin á miðanum, jafnvel þótt hún sé lengri en almennur 14 daga skilafrestur.

Vörur keyptar í vefverslun

  • Neytandi hefur 30 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum
  • Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með til að fá endurgreiðslu.
  • Hægt er að koma í verslun eða nota Dropp til að skila vörunni (https://dropp.is/voruskil). Kaupandi ber kostnað við að senda vöruna til baka (t.d. sendingarkostnað).
  • Afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp gilda um afhendingu vara sem sendar eru með Dropp.  As We Grow ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá As We Grow til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Hvernig skila ég eða skipti vöru?
Skil með Dropp
Þú getur annað hvort komið í verslunina til að skila eða skipta vörum, eða notað Dropp. Þegar þú notar Dropp byrjarðu á því að velja okkar verslun, fyllir út upplýsingar og velur hvort þú viljir skipta eða skila.

Eftir að þú hefur skráð endursendinguna þína biðjum við þig vinsamlegast um að senda okkur tölvupóst á shop@aswegrow.is með pöntunarnúmerinu þínu og láta vita hvort þú viljir skila eða skipta. Ef um skipti er að ræða, vinsamlegast nefndu hvaða vöru þú vilt fá í staðinn, svo við getum tekið hana frá fyrir þig.

Athugaðu að sendingartími skila er mismunandi eftir staðsetningu. Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins sækir Dropp pakka oftast einu sinni í viku, sem getur lengt afhendingartíma upp í 10-14 daga.

Ef að þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband í tölvupósti eða heimsækja okkur í verslunina.

Endurgreiðsluferli

Við móttöku vörunnar sem skilað er munum við skoða hana til að ganga úr skugga um að hún uppfylli skilmálareglur okkar. Ef skil er samþykkt verður endurgreiðsla afgreidd með inneigarnótu eða á upprunalegan greiðslumáta.

Óafturkræfar hlutir

Ákveðnir hlutir geta ekki verið skilahæfir vegna hreinlætis, útsölu eða af öðrum ástæðum.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð í vefverslun getur breyst án fyrirvara.

As We Grow áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Skattar og gjöld

Öll verð í netverslun innanlands eru með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um vörukaup gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um lausafjárkaup nr. 50/2000.

Aðrar upplýsingar

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband í tölvupósti á shop@aswegrow.is eða hafa samband í síma 519-3100 á milli kl. 11 og 18 alla virka daga.

Við hlökkum til að vaxa með þér!

Hlýjar kveðjur

As We Grow Teymið