VIÐ SENDUM UM ALLT LAND OG SAMDÆGURS EF PANTAÐ ER FYRIR KLUKKAN 12

As We Grow leggur sérstaka áherslu á samfélagslega ábyrgð og umhverfisvernd í öllu framleiðsluferlinu. 

Fyrir framlag sitt til samfélagsábyrgðar og sjálfbærni hefur As We Grow hlotið hin virtu Hönnunarverðlaun Íslands og í þrígang unnið Junior Design Awards verðlaunin, sem eru ein þau virtustu í Bretlandi á sviði fatnaðar.

Það kunna fleiri að prjóna á Íslandi en í flestum öðrum löndum og fyrir vikið blundar í okkur væntumflykja og virðing fyrir prjónuðum flíkum. Hugmyndin að vörumerkinu kviknaði út frá peysu sem reykvísk móðir prjónaði og hafði ferðast á milli barna í tíu ár. Peysan er enn í notkun.

í rökstuðningi dómnefndar Hönnunarverðlauna segir meðal annars: „Með vörulínunni tvinnar As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“


 

Net Orders Checkout

Item Price Qty Total
Subtotal 0 kr
Shipping
Total

Shipping Address

Shipping Methods