Til þess að flíkurnar okkar endist sem lengst hvetjum við þig til að fara vel með þær og þegar þær passa ekki lengur, að láta þær þá ganga á milli fjölskyldna og vina.
Ef þig vantar aðstoð við að gera við þær, þá erum við í samstarfi við viðgerðastofuna Krínolín, Grandagarði 37, 101 Rvk.
Það eina sem þú þarft að gera er að koma flíkinni til okkar í verslunina að Klapparstíg 29, 101 Reykjavík á opnunartíma, en það er opið alla virka daga frá kl. 12 til 18 og á laugardögum frá kl. 12-17.
Hlýjar kveðjur,
As We Grow