AS WEGROW VERSLUNIN ER FLUTT Í HAFNARSTRÆTI 19 | SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ HVAR VIÐ ERUM

Algengar spurningar

Pantanir

Hvað tekur langan tíma að fá sendingu?

Ef pantað er á netinu fyrir kl. 12 á virkum dögum fer afhending fram sama dag með Dropp. Við bjóðum upp á að pakka inn gjöfum og senda til þriðja aðila. 

Þú færð tilkynningu um leið og pöntunin þín er komin til Dropp. Í tilkynningunni er sendingarnúmer þar sem þú getur fylgst með stöðu sendingarinnar hjá Dropp.

Við bjóðum einnig upp á að fólk geti sótt pöntunina samdægurs í verslun okkar á opnunartíma sem er alla virka daga frá kl.12-18 og laugardaga frá kl. 12-17.

Hvernig get ég haft samband við ykkur?

Ef þig vantar aðstoða við að panta á netinu, hefur einhverjar spurningar, eða vilt koma einhverju á framfæri til okkar er velkomið að senda okkur tölvupóst á shop@aswegrow.is, eða heyra í okkur í síma +354 5193100 á opnunartíma verslunar, sem er frá kl. 12-18 mánudaga - föstudaga og frá kl. 12-17 laugardaga. Einnig geturðu sent okkur skilaboð í gegnum Instagram og Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.

Vöruskipti og skil

Hvaða reglur gilda um skipti og skil?

Vörur keyptar í verslun

  • Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að skila henni, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum.
  • Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru eða fá inneignarnótu.
  • Kvittun eða pöntunarnúmer fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með, eða önnur sönnun þess að varan hafi verið keypt innan við 14 dögum áður. Ef varan er með skiptimiða gildir dagsetningin á miðanum, jafnvel þótt hún sé lengri en almennur 14 daga skilafrestur.

Vörur keyptar í vefverslun

  • Neytandi hefur 30 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi og umbúðum
  • Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með til að fá endurgreiðslu.
  • Hægt er að koma í verslun eða nota Dropp til að skila vörunni (https://dropp.is/voruskil). Kaupandi ber kostnað við að senda vöruna til baka (t.d. sendingarkostnað).

Hvernig skila ég eða skipti vöru?

Þú getur annað hvort komið beint í verslunina til að skila eða skipta vörum, eða notað Dropp. Þegar þú notar Dropp byrjarðu á því að velja okkar verslun, fyllir út upplýsingar og velur hvort þú viljir skipta eða skila.

Eftir að þú hefur skráð endursendinguna þína biðjum við þig vinsamlegast um að senda okkur tölvupóst á shop@aswegrow.is með pöntunarnúmerinu þínu og láta vita hvort þú viljir skila eða skipta. Ef um skipti er að ræða, vinsamlegast nefndu hvaða vöru þú vilt fá í staðinn, svo við getum tekið hana frá fyrir þig.

Athugaðu að sendingartími skila er mismunandi eftir staðsetningu. Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins sækir Dropp pakka oftast einu sinni í viku, sem getur lengt afhendingartíma upp í 10-14 daga.

Ef að þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband í tölvupósti eða heimsækja okkur í verslunina.

Hvernig get ég fylgst með pöntuninni minni?

Já, þú færð rekjanúmer þegar pöntunin þín hefur verið send af stað.

Dropp býður upp á að rekja sendingar á vefsíðunni sinni (www.dropp.is), þar sem þú getur fylgst með stöðu pakkans þíns.

Ef þú ert óviss eða hefur ekki séð neinar uppfærslur í smá tíma, geturðu haft samband beint við Dropp eða sent okkur tölvupóst. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að aðstoða þig og svara spurningum varðandi skilin.

Hver er staðan á endursendingunni minni?

Skil geta stundum tekið lengri tíma en ella, sérstaklega ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem Dropp sækir pakka sjaldnar og sendingin getur því tekið allt að 10–14 daga. Dropp býður upp á að rekja sendingar á vefsíðunni sinni (www.dropp.is), þar sem þú getur fylgst með stöðu pakkans þíns.

Ef þú ert óviss eða hefur ekki séð neinar uppfærslur í smá tíma, geturðu haft samband beint við Dropp eða sent okkur tölvupóst. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að aðstoða þig og svara spurningum varðandi skilin.

Get ég skilað tilboðsvörum?

Nei, því miður er ekki hægt að skila útsöluvörum. Hins vegar geturðu skipt þeim í aðra stærð ef hún er til á lager.

Algengar spurningar

Sendiði til útlanda?

Við sendum allar sendingar til útlanda með DHL Express erlendis. Við bjóðum upp á að pakka inn gjöfum og senda til þriðja aðila. 

Bjóðiði upp á gjafakort?

Já, gjafabréf eru fáanleg til kaups á vefsíðu okkar. Þú getur keypt gjafakort og sent til vina eða fjölskyldu og við skrifum á þau fyrir þig og sendum. Smelltu HÉR til að skoða gjafakort.

Eruð þið með verslun?

Já, verslun AS WE GROW er í hlýlegu og aðlaðandi rými sem sýnir vel þær vörur sem vörumerkið hefur upp á að bjóða. Innanhúshönnunin einkennist af náttúrulegum efnum, mjúkum litum og þáttum sem skapa róandi andrúmsloft; þetta umhverfi leyfir viðskiptavinum að tengjast efni og handverki á bak við hverja vöru.

Verslunin er á Klapparstíg 29.

Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl.2-17.

Tökum vel á móti þér!

How can I contact customer service?

  • IS: Þú getur haft samband við okkur með tölvupósti á shop@aswegrow.is eða í síma +354 519-3100
  • EN: You can contact us via email at shop@aswegrow.is or call us at +354 519-3100

How long will it take to receive my order?

  • IS: Afhending innanlands tekur venjulega 2–4 virka daga. Afhending til annarra landa getur tekið 7–14 virka daga.
  • EN: Delivery within Iceland typically takes 2–4 business days. International delivery may take 5–10 business days.

Still looking for answers?

If the answers you're looking for aren't in our FAQ, please send us an email by completing the form below.