Þetta byrjaði allt með ullarpeysu sem móðir í fjölskyldu okkar prjónaði fyrir son sinn. Hann notaði peysuna í nokkur ár en óx svo upp úr henni og þá fékk lítil vinkona fjölskyldunnar hana. Um skeið neitaði litla stúlkan að vera í öðru en þar kom að peysan gekk áfram til næstu fjölskyldu. Einn veturinn týndist peysan en þegar voraði kom hún undan skafli í garðinum. Með örlítilli umhyggju varð hún aftur eins og ný. Peysan er á myndum í fjölskyldualbúmum; hún hefur verið borin í bakpokum í gönguferðum í sveitinni, legið samanbrotin í fataskápum í barnaherbergjum í Reykjavík, á Akureyri og í Amsterdam og komið aftur heim, og hefur gengið frá barni til barns í hópi vina og ættingja í meira en áratug. Þessi saga heillaði okkur hjá As We Grow og veitti okkur innblástur til að búa til flíkur sem gætu gengið á milli manna að minnsta kosti eins lengi og þessi peysa.
Teikning: Emil Ásgrímsson