As we grow er íslenskt hönnunarmerki sem sækir nafn sitt og innblástur í arfleifð liðins tíma, ættartré, vini og sveitarómantík. Virðing er borin fyrir umhverfi, venslum og efnahag, í anda "slow fashion" stefnunnar. Nafn vörumerkis skírskotar til síbreytileika lífshlaupsins. Reynslu, þroska, leiks og framfara sem smám saman bætist við í reynslubanka einstaklingsins.
Hugmyndin að As We Grow kviknaði út frá peysu sem gekk á milli fjölskyldna í áratug án þess að tapa gæðum sínum eða notagildi og tengdi þannig saman fjölskyldur.
Heimspeki As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvara á tímum ofgnóttar. Við leitumst við að hanna hágæða flíkur sem endast. Fatnað úr náttúrulegum hráefnum sem geta gengið barna á milli og kynslóða á milli. Og við hvetjum fólk til þess að kaupa færri flíkur en vandaðri. Fara vel með neysluvörur og þar með umhverfið, enda velferð jarðar samofin velferð þeirra sem á jörðinni búa.
Markmið okkar er að að skapa klassískar og óviðjafnanlega mjúkan fatnað úr hágæða hráefni, Alpacaull, Merinoull og Pima bómull. Stuðla samhliða að jákvæðu hreyfiafli í heiminum. Ullin, það hráefni sem við notkum hvað mest, er sjálfbær náttúruafurð að því leyri að hún gengur ekki á óendurnýjanlegar auðlindir jarðar með sama hætti og efni úr polyester, nylon eða akrýl. Hún vex á dýrum sem ganga frjáls og ullarflíkur brotna að fullu niður í náttúrunni, umbreytast í mold, ólíkt flíkum úr gerfiefnum eða gerfiefnablöndum. Framleiðsluaðila veljum við af kostgæfni.