Umhirða fatnaðar

Farið vel með hvert annað, með jörðina og með flíkurnar ykkar.

Það er okkar ósk að þið getið notið AS WE GROW varanna ykkar í eins langa tíma og möguleiki er á. Með góðri umhirðu getur vönduð flík dugað í fleiri kynslóðir. 

Áður en þið gegnbleytið flíkina skuluð þið ganga úr skugga um nauðsyn þess að þvo hana. Alpaca og ull eru náttúrulega sjálfhreinsandi og oft nægir að viðra fötin. Hugsið þetta til enda, ferskir vindar duga langt.

AS WE GROW - Umhirða

ALPACA OG ULL

Alpaca ullin er sjálfhreinsandi og því þarf ekki jafn oft að þvo hana. Oft dugar til að viðra flíkina og í raun ætti að þvo ullina eins sjaldan og hægt er. Að hengja alpaca ullarflík út í sólina og spreyja með vatni er oft nóg til þess að hreinsa hana. Flíkina er hægt að nota margoft án þess að þvo hana en ef eitthvað hellist niður má hreinsa blettina sérstaklega úr ullinni. 


Ef flíkin er gerð úr náttúrulegum og vönduðum þráðum mun efnið hnökra en það er í raun merki um gæði efnisins. Hnökrar eru einkennandi fyrir ullarefni og lýsa sér sem litlir hnútar sem birtast við notkun. Ráðleggingar okkar við hnökrum eru að fjarlægja þá varlega með höndunum eða nota til þess að peysugreiðu og greiða þá í burtu. Togið létt í efnið og notið stuttar og léttar strokur í sömu átt og efnið liggur. Hnökrunin mun minnka með tímanum og á endanum hætta að myndast hnökrar. 


Við mælum með handþvotti á allri ull, mildum þvotti án mikils nudds og vindingar og svo er best að leggja blauta flíkina á handklæði til þurrkunar. Þegar flík er þvegin í höndunum ætti að ganga úr skugga um að vatnið sé kalt og ullarsápa sé notuð. Flíkin má liggja í sápuvatni í 20 mínútur án þess að hún sé nudduð eða undin. Hellið sápuvatninu af og látið flíkina liggja í hreinu vatni í aðrar 20 mínútur. Endurtakið og leggið flíkina varlega á þurrt handklæði sem þið rúllið upp og kreystið þannig vatnið úr. Hægt er að móta flíkina á meðan hún liggur blaut á handklæðinu og leyfa henni síðan að þorna. Aldrei skal hengja flíkina upp til þerris. 


LÍFRÆN BÓMUL

Pima bómul og önnur bómullarefni má þvo og þurrka en við mælum með að hitastigið sé ekki of hátt, í kringum 30°-40°C. Stillið á milt þvottaprógram og notið milda sápu til að vernda þræðina. Það er í góðu lagi að setja bómullina í þurrkara svo lengi sem hitinn er ekki of hátt stilltur en við mælum þó með því að flíkurnar séu hengdar upp á snúru. Ef þurrkari er notaður skal fjarlægja flíkina þegar hún er ennþá örlítið rök til þess að forðast það að hörið verði hart, og leggið svo flíkina niður eða hengið hana upp til þerris. Ef nauðsynlegt er að strauja flíkina er gott að gera það á meðan efnið er enn örlítið rakt. Notið miðlungs hátt hitastig á straujárninu. 

AS WE GROW - Þvottaleiðbeiningar

HÖR

Hör má setja í þvottavél í 30°-40°C heitt vatn. Notið létt prógram og milda sápu til að vernda þræðina. Fjarlægið allt vatn sem hægt er úr efninu og leggið svo flíkina til þerris.