Sweet Salone Bollar

4.290 kr
Product Name
Size
Color

📦 Frí afhending með Dropp ef verslað er fyrir 16.000kr eða meira 

Lýsing

Hver bolli og kanna eru einstök þar sem allir leirmunir, gerðir í Lettie Stuart Pottery í Síerra Leóne, eru handgerðir og brenndir í viðarofni.  Litamunur er alltaf einhver eftir staðsetningu í ofni og hitastigi.  Einnig getur formið verið örlítið mismunandi þar sem nokkrir aðilar renna hverja vöru. Leirinn er handunnin úr jörðu í Sierra Leone.

Íslensk Hönnun framleidd í Síerra Leóne.

Að baki hverri vöru er langt ferli. Að þróa hráan leir í fullunna vöru tekur venjulega um það bil þrjár til fimm vikur, allt eftir árstíð. Hráleirinn er keyptur í þorpi þar sem jarðvegur er mjög leirborinn og fluttur í leirmunamiðstöðina þar sem hann er látinn þorna. Þá er hann mulinn í stórumorteli og sigtaður svo eftir verður fínt duftkennt efni. Næsta skref er að þvo leirinn. Vatni er blandað saman við duftið og látið renna hægt af og aftur er blöndunni þrýst í gegnum sigti. Leirinn er síðan settur í plastpoka og á plasthellu þannig að vatnið sem eftir er rennur út. Að lokum er leirinn hnoðaður og er þá tilbúinn til notkunar.

Varan er mótuð á sparkhjólinu og þegar réttri lögun hefur verið náð er hún látin þorna. Þurrkun fullunnar vöru getur tekið allt að þrjár vikur eftir veðri, en yfir rigningartímabilið (maí-okt) er rakastigið 85-95% flesta daga og þurrkunin getur dregist í langan tíma. Þegar varan er orðin nógu þurr er hún brennd í ofni, svokölluð bisquebrennsla. Í viðarofninum tekur brennslan að minnsta kosti 12 klst. Að lokinni brennslu er varan síðan glerjuð og brennd aftur við mikinn hita. Allt brennslu- og glerjunarferlið getur tekið uppundir eina viku og þá loks erum við með hlut tilbúinn í sölu.

Size guide

Size guide

AS WE GROW Iceland

Sweet Salone Bollar

4.290 kr

Hver bolli og kanna eru einstök þar sem allir leirmunir, gerðir í Lettie Stuart Pottery í Síerra Leóne, eru handgerðir og brenndir í viðarofni.  Litamunur er alltaf einhver eftir staðsetningu í ofni og hitastigi.  Einnig getur formið verið örlítið mismunandi þar sem nokkrir aðilar renna hverja vöru. Leirinn er handunnin úr jörðu í Sierra Leone.

Íslensk Hönnun framleidd í Síerra Leóne.

Að baki hverri vöru er langt ferli. Að þróa hráan leir í fullunna vöru tekur venjulega um það bil þrjár til fimm vikur, allt eftir árstíð. Hráleirinn er keyptur í þorpi þar sem jarðvegur er mjög leirborinn og fluttur í leirmunamiðstöðina þar sem hann er látinn þorna. Þá er hann mulinn í stórumorteli og sigtaður svo eftir verður fínt duftkennt efni. Næsta skref er að þvo leirinn. Vatni er blandað saman við duftið og látið renna hægt af og aftur er blöndunni þrýst í gegnum sigti. Leirinn er síðan settur í plastpoka og á plasthellu þannig að vatnið sem eftir er rennur út. Að lokum er leirinn hnoðaður og er þá tilbúinn til notkunar.

Varan er mótuð á sparkhjólinu og þegar réttri lögun hefur verið náð er hún látin þorna. Þurrkun fullunnar vöru getur tekið allt að þrjár vikur eftir veðri, en yfir rigningartímabilið (maí-okt) er rakastigið 85-95% flesta daga og þurrkunin getur dregist í langan tíma. Þegar varan er orðin nógu þurr er hún brennd í ofni, svokölluð bisquebrennsla. Í viðarofninum tekur brennslan að minnsta kosti 12 klst. Að lokinni brennslu er varan síðan glerjuð og brennd aftur við mikinn hita. Allt brennslu- og glerjunarferlið getur tekið uppundir eina viku og þá loks erum við með hlut tilbúinn í sölu.

Product Name

  • Without Handles

Size

  • Large

Color

Sjá vöru