Mottumarssokkarnir í ár eru hannaðir af íslenska hönnunarfyrirtækinu AS WE GROW. Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana.
Hönnun sokkanna byggir á Mottumarsskegginu og hefðbundnu litaþema átaksins.
Símynstur á sokkunum vísar í þá staðreynd að einn af hverjum þremur karlmönnum getur vænst þess að greinast einhvern tímann á lífsleiðinni með krabbamein.
Nældu þér í par - Við sendum frítt á næsta afhendingarstað Dropp.
fáðu þitt í dag
Það er KALLAÚTKALL! Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað krabbameinum hjá körlum, hefst í dag. Í ár leggjum við áherslu á forvarnargildi hreyfingar með Kallaútkalli. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum. Öll hreyfing gerir gagn. Það þarf bara koma hjartanu aðeins af stað. Við leggjum áherslu á að virkja máttinn í samstöðunni og bróðerni karlmanna og hvetja þá til að nýta skriðþungann í Mottumars til að keyra sig og sína kalla í gang. Vertu með og kallaðu þína kalla út!
As We Grow leggur áherslu á að framleiða hágæða, tímalausan fatnað á börn og fullorðna, vörur sem hafa náttúruvernd og samfélagið í heild sinni að leiðarljósi.
Eitt af því sem gerir Alpaca ullina einstaka er það að hún er hitastýrandi af náttúrunnar hendi. Þetta hentar okkur einstaklega vel hér á Íslandi þar sem við þekkjum það vel...