Sweet Salone er nýtt vörumerki - íslensk hönnun - í verslun As We Grow

Eftir As We Grow  •   1 mínútna lestur

Sweet Salone er nýtt vörumerki - íslensk hönnun - í verslun As We Grow

Allar vörurnar eru íslensk hönnun og handgerðar í Síerra Leóne úr staðbundnum efnum, framleiddar með verklagshefð heimamanna og hver vara því einstök.

Um er að ræða verkefni sem snýst um að tengja saman íslenska hönnuði við handverksfólk, deila hugmyndum, vinna saman og læra hvort af öðru. Síðan það hófst fyrir tilstilli Aurora Foundation árið 2016 hefur það náð að bæta lífsgæði fólks á svæðinu til muna og handverksfólkið fær greidd sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Síerra Leóne  er heillandi samfélag þar sem fólk af ýmsum trúarbrögðum býr saman í friði og sátt. En þrátt fyrir ótrúlega fegurð landsins og ríkan auðlindagrunn hefur það einar lægstu tekjur á mann í heiminum.

Það var fjöldi fólks sem fagnaði með okkur opnun Sweet Salone í As We Grow enda einstaklega jákvætt framtak og hvað er betra en að gefa gjöf sem gefur tilbaka. 

 

 

 

Fyrri Næsta