Íslensk Verðlaunahönnun sem endist ~ úr náttúrulegum hráefnum

Endurnýting og notagildi innblástur AS WE GROW

Eftir As We Grow  •   1 mínútna lestur

Endurnýting og notagildi innblástur AS WE GROW

Efnisafgangar síðustu ára voru nýttir á nýjan og skapandi hátt í sumarlínuna í ár og útkoman fallegar hönnunarflíkur úr gömlum efnum og garni eins og hör, bómull og ull, endurnýtt. Jarðlitir eru áberandi og minna óneitanlega á íslenskt sumar. Fallegir bláir tónar, mintugrænn, brúnn, hvítur, og kremlitaður einkenna línuna. 

Í línunni er að finna stílhreinan og léttan sumarklæðnað sem er framleiddur úr náttúrulegum efnum sem eru bæði þægileg og góð fyrir húðina. 

Flíkurnar eru tímalausar og klassískar, en það er tilvalið að gefa þeim nýtt líf þegar börnin vaxa upp úr þeim og halda þannig í gömlu tímana um leið og hugað er að umhverfinu. 

Fyrri Næsta