SJÁLFBÆRNIN FELST Í NOTAGILDINU

Eftir As We Grow  •   2 mínútna lestur

SJÁLFBÆRNIN FELST Í NOTAGILDINU

As We Grow leggur áherslu á að framleiða hágæða, tímalausan fatnað á börn og fullorðna, vörur sem hafa náttúruvernd og samfélagið í heild sinni að leiðarljósi. 

Hugmyndin að As We Grow kviknaði út frá ullarpeysu sem hafði ferðast á milli fjölmargra barna í stórfjölskyldunni í tæpan áratug og hélt alltaf notagildi sínu. Peysan varð þar að auki uppáhalds flík margra barna í fjölskyldunni.

Frá upphafi hefur það því verið markmið As We Grow að framleiða tímalausan, vandaðan fatnað. Flíkin endist bæði af því að hún er gerð úr fyrsta flokks hráefnum og vandað er til verks, en líka af því að hún er klassísk og stenst tímans tönn.

Með þessu er As We Grow að leggja sitt af mörkum til þess að binda enda á skynditísku og ofneyslu, ferlið er hægar en oft gengur og gerist í fataframleiðslu, en í því felst frelsi til þess að vanda sig og tryggja gæði.

Þessir þrír krakkar eru 3, 4, og 5 ára og öll í sömu stærðinni 3y-5y.
Skoða vörur: Grandpa pants, Grandpa sweater

Flíkurnar hannaðar til að endast

Sérkenni hönnunar felast ekki síður í því að stærðirnar duga allt að því helmingi lengur en stærðir hefðbundinna barnafata, en hjá As We Grow jafngildir ein stærð fjórum venjulegum barnastærðum. Þetta gengur upp afþví að flíkurnar eru hannaðar til þess að vaxa með börnunum. 

Ástæðan fyrir því að flíkur frá As We Grow duga lengur er af því að sniðin eru frjálsleg og því hvernig prjónaföt eru í eðli sínu, aðlagast að líkamanum og teygjast vel. Flíkurnar eru líka þannig hannaðar að yfirleitt er hægt að byrja á því að bretta upp á buxur og ermar án þess að það hafi áhrif á stílinn.

Þetta gerir það að verkum að barnið getur haldið áfram að nota flíkurnar í lengri tíma á meðan það vex úr grasi, sem orsakar minni sóun og færri kostnaðarsamar verslunarferðir fyrir foreldrana.

 Skoða vörur: Sailor Sweater

Fyrri Næsta