As We Grow notar náttúruleg og skaðlaus efni og garn í alla hönnun og hefur mest unnið með Alpacaullina, en einnig unnið með Merinoull, Pima Bómul og Hör.
Alpacaullin var í upphafi sérvalin út frá einstökum eiginleikum sínum, en hún er sjálfbær, hlý og dúnmjúk. Alpaca hárin eru löng og silkimjúk og hægt að spinna úr þeim fínt glansandi garn sem gerir klæðin sem gerð eru úr því líkust silki viðkomu. Þar sem Alpaca dýrin búa í um 4000 metra hæð í Andes fjöllunum í Perú, þar sem er mjög heitt á daginn og kalt á næturna, hafa þau þróað með sér hitatemprandi ull, sem virkar eins og silki þegar það er heitt og hleypir frá sér og eins og gæsadúnn þegar það er kalt og heldur hitanum inni.
Þessir einstöku eiginleikar alpacaullarinnar gera hana sérstaklega góða fyrir viðkvæma húð barna og fullorðinna.
Náttúrulega sjálfshreinsandi ull
Alpaca ullin er sjálfhreinsandi og því þarf ekki jafn oft að þvo hana. Oft dugar til að viðra flíkina og í raun ætti að þvo ullina eins sjaldan og hægt er. Að hengja alpaca ullarflík út í sólina og spreyja með vatni er oft nóg til þess að hreinsa hana. Flíkina er hægt að nota margoft án þess að þvo hana en ef eitthvað hellist niður má hreinsa blettina sérstaklega úr ullinni.
Lestu meira um efnin sem að við notum í okkar hönnun - Náttúruleg hráefni