Eitt af því sem gerir Alpaca ullina einstaka er það að hún er hitastýrandi af náttúrunnar hendi.
Þetta hentar okkur einstaklega vel hér á Íslandi þar sem við þekkjum það vel að upplifa veðrið breytast oft yfir daginn.
Alpaca dýrið, sem er af ætt kameldýra, lifir í yfir 4000 metra hæð yfir sjávarmáli. Heitir dagar og kaldar nætur hafa orðið til þess að dýrið hefur þróað ull gædda einstökum eiginleikum. Ullin er afar einangrandi, verndar samtímis gegn kulda og hita.
Sjálfbærni og ábyrg framleiðsla
Alpaca ullin er þar að auki í eðli sínu sjálfbær, en til okkar kemur hún beint frá alpaca dýrum sem ganga frjáls í sínum náttúrulegu heimkynnum. Hjá As We Grow göngum við úr skugga um að öll viðskipti með ullina séu sanngjörn (e. fair trade) sem þýðir meðal annars að þóknun þeirra sem koma að framleiðslunni sé við hæfi og að umhverfið sé heilsusamlegt. Ábyrg framleiðsla á alpaca ullinni gefur innfæddum konum svæðisins það kleift að starfa og styðja börn sín til náms.
Skoða vörur: Alpaca Luxury scarf og Alpaca Rib scarf