INNBLÁSTUR VETRARLÍNU AS WE GROW

Eftir As We Grow  •   1 mínútna lestur

INNBLÁSTUR VETRARLÍNU AS WE GROW

Innblástur haust- og vetrarlínunnar okkar kemur frá árunum í kringum 1970, þegar við hjá AS WE GROW vorum sjálfar börn. Til að ná fram anda þessara ára bregður því fyrir retro sniðum og efnum í línunni. 

Hlýjir og djúpir bláir tónar setja sterkan svip á línuna ásamt grafísku köflóttu munstri í bláu og rauðu sem kemur fyrir í kjólum, buxum og skyrtum.

Flíkur sem lífga upp á hversdaginn og vekja upp minningar frá fyrri tíð.  

Hér getið þið skoðað alla línuna 

Við treystum innsæi okkar þegar kemur að hönnun og leikum okkur að því að blanda saman fjölbreyttum stíl og stefnum. Hjá As We Grow höldum við þó ávallt fast í okkar eigin hefðir og leggjum áherslu á tímalausan fatnað. Að venju fylgir hönnun línunnar grunngildum AS WE GROW sem lúta að því að framleiða klassískan, tímalausn og sjálfbæran hágæða fatnað sem getur gengið á milli kynslóða. En við teljum að besta sjálfbærnin felist í notagildinu sjálfu.

 

Fyrri Næsta