TÍMALAUS ÍSLENSK HÖNNUN | SENDUM FALLEGAR GJAFIR UM ALLT LAND

Hús sem vex með hverjum kjól

Eftir As We Grow  •   2 mínútna lestur

Hús sem vex með hverjum kjól

Sweet Salone er afrakst­ur sam­eig­in­legs verk­efn­is ís­lenskra hönnuða og hand­verks­fólks í Síerra Leóne á veg­um vel­gerðarsjóðsins Aur­oru. 

Sierra Leo­ne. Sweet Salone. Hljóm­ar býsna líkt, enda dreg­ur seinna nafnið dám af því fyrra; Vest­ur-Afr­íku­ríki, sem í rúm­an ald­ar­fjórðung var nán­ast stöðugt í heims­frétt­un­um vegna alls kyns hörm­unga. Skemmst er að minn­ast tíu ára blóðugr­ar borg­ara­styrj­ald­ar til árs­ins 2002 og ebólufar­ald­urs árið 2014. Sweet Salone er aft­ur á móti hönn­un­ar­verk­efni á vegum velgerðarsjóðsins Aur­oru og felst í að stefna sam­an ís­lensk­um hönnuðum og hand­verks­fólki í Síerra Leóne – eins og landið nefn­ist á ís­lensku.

Hönn­un­ar­verk­efnið sem snýr að okkur hjá As We Grow, felst í því að við hjálpum hand­verks­fólk­inu þar ytra til að auka virði hand­verks síns, leiðbeinum því með verklag og annað slíkt og vinnum svo í því að koma vör­un­um á markað. Allar vörur sem búnar eru til undir þessu samstarfi eru hannaðar undir merkjum "As We Grow together with Sweet Salone". Hver flík er merkt með nafni og sögu þeirrar handverksmanneskju sem skapað hefur vöruna. Hugmyndafræðin að baki Sweet Salone verkefnisins passar einstaklega vel við hugsunina að baki As We Grow, að vita hvaðan varan kemur frá hugmynd að tilbúnum hlut. Við trúum því af öllu hjarta að með því að deila hugmyndum okkar, með því að vinna saman og læra hvert af öðru getum við haft jákvæð áhrif á umhverfi okkar og bætt líf annarra.

Foday, klæðsker­inn, sem As We Grow vinnur með, er að byggja hús fyr­ir fjöl­skyldu sína. Í hvert skipti sem hann sel­ur kjól get­ur hann keypt nokkra múr­steina. Húsið er því sann­kallað As We Grow-hús sem vex með hverj­um kjól.

AS WE GROW X Sweet Salone samstarfið 

Þær vörur og hugmyndir sem sprottið hafa af þessu tvíhliða samstarfi hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Frá fyrstu skrefum hafa gæði varanna aukist til muna og hönnuðum okkar hefur tekist að hvetja handverskfólkið að stíga út fyrir sitt þægindasvið með góðum árangri. Í sameiningu hefur okkur tekist að framleiða nýjar vörur sem koma beint úr ranni lista- og handverksfólks í Sierra Leone eftir íslenskri hönnun.

Með því að taka þátt í þessu verkefni er það von okkar að geta stutt hönnunar- og
handverksiðnaðinn í Sierra Leone og lagt okkar af mörkum við að varðveita handverk og hráefni sem annars myndu jafnvel glatast.

 

Fyrri Næsta