TÍMALAUS ÍSLENSK HÖNNUN | SENDUM FALLEGAR GJAFIR UM ALLT LAND

Við fögnum 7 árum

Eftir As We Grow  •   1 mínútna lestur

AS WE GROW - Íslensk hönnun

Við erum himinlifandi yfir því að geta fagnað 7 ára afmæli okkar en samtímis þeim tímamótum höfum við opnað nýtt verslunarrými í Reykjavík. Nýja rýmið er staðsett við Garðastræti 2 í miðbæ Reykjavíkur.


Við hlökkum til að taka á móti ykkur þar.

 

AS WE GROW - Fagnar sjö farsælum árum


As We Grow var stofnað árið 2012 en hugmyndin að baki vörumerkinu spratt af gamalli lopapeysu sem erfst hafði á milli kynslóða í fjölskyldu einni. Í yfir áratug hafði flíkin flakkað á milli barna í fjölskyldunni, stúlkna jafnt sem drengja, verið dáð, borin af mörgum, týnst og fundist á nýjan leik og jafnvel farið í landflutninga til Amsterdam og á ferðalagi sínu skapað minningar í hugum margra barna.

Þegar þessi tímamót okkar nálgast er upprunaleg hugmynd enn í fyrirrúmi og flíkurnar okkar eru búnar til til þess að endast í kynslóðir.

 

AS WE GROW - Íslenskt fatamerki


Áherslan á hefðbundna hönnun gerir það að verkum að flíkurnar fá yfirbragð frá fyrri tíð þegar föt voru oftar heimagerð en aðkeypt. Lykillinn að langlífi varanna okkar er hönnunin á stærðunum sem gerir það að verkum að flíkurnar endast í lengri tíma en ella, stærðirnar eru til dæmis frá 6-18 mánaða, 3-5 ára og 6-8 ára.
 
As We Grow vörurnar eru framleiddar í Perú úr vistvænum efnum líkt og Alpaca, ull, Pima bómul og hör. As We Grow tryggir að hvert skref í framleiðslu varanna er vistvænt og sjálfbært.
Fyrri Næsta