Linda Ben gefur innsýn inn í líf sitt sem uppskriftahöfundur og móðir

Eftir As We Grow  •   4 mínútna lestur

Linda Ben gefur innsýn inn í líf sitt sem uppskriftahöfundur og móðir
Linda Ben uppskrifta höfundur og bloggari með meiru settist niður með Guðrúnu Rögnu hönnuði sem fékk að forvitnast aðeins um hana og fjölskylduna.

Þú ert menntaður lífefnafræðingur, hvað varð til þess að þú fórst að blogga og gerðir það síðan að aðalstarfi?
Eftir að ég lauk náminu fór ég beint í fæðingarorlof með syni mínum en hann fæddist í október 2013. Við það að verða mamma breyttist hugarfar mitt og forgangsröðun í lífinu varð allt önnur. Ég áttaði mig á því að löngunin til þess að vinna sem lífefnafræðingur var ekki til staðar. Ég eyddi því fæðingarorlofinu í það að reyna finna út úr því hvað ég vildi gera og ég fór að gera meira af hlutum sem vöktu þessa innri gleði. Eitt af því var að elda og baka í eldhúsinu og taka myndir af því. Það var aldrei til í huga mér að einn daginn myndi það vera mín aðal atvinna að semja uppskriftir og taka myndir af mat, en einhvernveginn vatt þessi bolti upp á sig. Fólk fór að taka eftir myndunum mínum og uppskriftirnar urðu vinsælar. Ég tók því ákvörðun um það 2016 að opna síðu í mínu nafni þar sem uppskriftirnar mínar og myndirnar fengu að njóta sín til fulls. Haustið 2017 tók ég svo ákvörðun um það að hætta í vinnunni og fara að vinna á fullu sem uppskriftahöfundur og að taka myndir. Það er mjög krefjandi að vinna sjálfstætt í sínu eigin vörumerki, maður fær til dæmis aldrei frí, en það er rosalega gefandi og skemmtilegt.

Stúlka í barnakjól. Röndóttur pocket kjóll frá As We Grow

Segðu okkur aðeins frá fjölskyldunni.
Við erum fjögur í fjölskyldu. Maðurinn minn heitir Ragnar og er viðskiptafræðingur að mennt, en hann er einn af þessum sem getur allt, og gerir það allt saman vel. Saman eigum við Róbert sem er eins og áður segir fæddur í október 2013, er því að verða 7 ára í haust og hana Birtu sem er fædd í nóvember 2019 og er því 6 mánaða. 
Við erum mjög samheldin fjölskylda og líður aldrei betur en þegar við erum öll saman að vinna að einhverju verkefni. Við erum mjög framkvæmdaglöð og erum að byggja okkur einbýlishús núna sem fer bráðum að verða tilbúið, við erum einnig að vinna í að klára sumarbústað tengdaforeldra minna en þau keyptu fokheldan sumarbústað seinasta sumar. Áður höfum við byggt raðhús sem við keyptum fokhelt 2013 og einnig standsett nokkrar íbúðir. Okkur finnst sem sagt alveg ótrúlega skemmtilegt að byggja, haha.

Linda Ben lífsstílsbloggari

Sem lífstílsbloggari, hver eru þín helstu ráð fyrir þá sem vilja hafa heimilið fallegt án þess að hafa of mikið fyrir því?
Alltaf að ganga frá jafnóðum og aldrei fara tómhent/ur út úr herbergi. Svo er góð regla að ganga frá öllu áður en farið er að sofa, þannig nær maður að halda húsinu svona þokkalegu. Varðandi heimilis stíl þá er mikilvægt að fylgja fyrst og fremst hjartanu, spyrja sig hvernig umhverfi lætur manni líða vel, frekar en að fylgja einungis því sem er í tísku. Svo er mikilvægt að huga að gæðum og endingu vörunnar sem maður kaupir inn á heimilið, það er óþarfa fyrirhöfn og óumhverfisvænt að mínu mati að kaupa eitthvað sem endist stutt inn á heimilinu.
 
Hverjar eru uppáhaldsstundirnar þínar heimavið?
Þegar ég er með fjölskyldunni í eldhúsinu. Ég elska það að baka með Róbert og kenna honum handtökin. Það er líka ótrúlega ljúft þegar ég og Ragnar eldum einhvern góðan mat sem við fjölskyldan njótum svo að borða saman.

Hver er uppáhaldsuppskriftin þín inná lindaben.is?
Úff, þetta er svona næstum því eins og að gera upp á milli barnanna sinna, mjög erfitt að nefna eina uppáhalds. En þær eru nokkrar sem ég hef gert ofar en aðrar, þar má helst nefna flöffý pönnukökurnar, hafraklattana góðu, mjúku kanilsnúðana, humarinn í hvítlauks smjörinu og blómkálssúpan.

Er Róbert farin að leika eitthvað við Birtu? Hvað finnst honum skemmtilegast að gera með henni?
Já það myndaðist strax ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, hann alveg elskar systir sína, knúsa hana og leika við hana. Hún sér heldur ekki sólina fyrir bróðir sínum, hún hlær aldrei meir en þegar bróðir hennar er að fíflast eitthvað. Hann er mest fyrir það að setja saman douplo kubbana fyrir hana enda mikill lego áhugamaður.

As We Grow prjónuð samfella

Hvað er þér efst í huga þegar þú klæðir börnin þín. (þægindi, gæði, útlit o.s.frv.)?
Fyrst og fremst gæði og þægindi sem klæða þau vel. Sem mamma á Íslandi er ég líka alltaf að hugsa hvort þeim sé ekki alveg örugglega hlýtt. Ég leita því uppi vandaðan fatnað sem er fallegur, hlýr og notalegur fyrir krakkana að vera í. Ég vel að kaupa vandaðan fatnað sem endist vel, mér finnst yndislegt að föt eigi framhaldslíf hjá öðru barni eftir að mín börn eru vaxin upp úr fatnaðnum. Það er mér líka mikilvægt að fötin séu framleidd með vistvænum hætti og úr umhverfisvænum efnum. 

Áttu þér einhverja uppáhalds As We Grow flík?
Á Birtu er Lace front overall í miklu uppáhaldi og á Róbert er grandpa pants í uppáhaldi.

As We Grow bleikur prjónasamfestingur

Fyrri Næsta